Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is

Ferskt og fallegt Laxaglas með hangireyktum laxi.

Jól og áramót er tíminn til draga fram kokteil glösin og fylla af bragðgóðu sjávarfangi og meðlæti. Hangireyktur lax í bland við gott grænmeti og osta er hin fullkomin blanda. Hvort sem það er forréttur, á hlaðborðið eða í kokteilboðið.

Réttur sem vekur skemmtilega athygli og lyftir stemmingunni upp á næsta stig.

Það sem þarf í réttinn:
- Hangireyktan lax frá Fisherman
- Gul epli
- Agúrku
- Ferskt dill
- Vorlauk
- Camembert
- Eplaedik
- Vatn
- Sykur
- Salt
- Hrökkkex

Það er auðvelt að setja saman fallegt Laxaglas með hangireyktum laxi frá Fisherman. Til að byrja með þarf að léttsýra agúrku, grænt epli, dill og volauk. Það er gert með því að skera eplin og gúrkuna í litla ferninga og saxa dillið og vorlaukinn og setja í ediks pækil í 20-30 mínútur.

Pækillinn er sáraeinfaldur:

- 1 hlutur eplaedik
- 1 hlutur vatn
- 1/2 hlutur sykur
- 1/8 hlutur salt.

Á meðan pækillinn vinnur á hráefninu er hægt að nota tíman til að skera hangireykta laxinn og camembert-inn í bita. Skemmtilegast er að hafa bitana í sömu stærð og eplin og agúrkan.

Þegar allt er komið í góða bita er óhætt að sigta vökvan frá grænmetinu og byrja að raða þessu fallega upp í martíni glas eða annað skemmtilegt glas. Gúrkuna og eplin fyrst, svo laxinn og í lokin camembert. Hlutföllin eru ca. jöfn af grænmetinu og laxinum, svo eru 2-3 camebert bitar settir ofan á, ásamt dillstrái til skrauts. Það skemmir heldur ekki fyrir að stinga góðu hrökkkexi ofan í glasið til að fullkomna þennan einfalda og fallega rétt.

Í þessum rétti blandast ferskleikin frá agúrkunum og eplunum saman við feitan camembert ostinn og ljúfengan laxinn, sem er stjarna réttarins og því borgar sig að velja hann vel. Þar gegnir hangireykti laxinn frá Fisherman lykilhlutverki, vegna þess hversu stinnur og bragðgóður hann er eftir að hafa verið hangireyktur.

Svo er um að gera að setja sitt handbragð á réttinn með því að leika sér með samsetningu á hráefnum sem fara í sýrða pækilinn, þar ræður hugmyndaflugið för.

Njótið vel og verði ykkur að góðu!

Search